Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. maí 2021 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar aftur færður til Portúgal
Úrslitaleikurinn verður ekki í Istanbúl.
Úrslitaleikurinn verður ekki í Istanbúl.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verður spilaður í sama landi og í fyrra, í Portúgal.

Það er New York Times sem segir frá þessu.

Úrslitaleikurinn í fyrra átti að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi en var færður til Portúgal í kjölfarið á kórónuveirufaraldrinum. Það var ákveðið að hafa hann svo í Istanbúl í ár en núna er búið að breyta þeirri ákvörðun.

Tyrkland er komið á rauðan lista hjá Bretum út af faraldrinum og því þurfa allir sem ferðast þangað að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu.

Tvö ensk lið, Chelsea og Manchester City, mætast í úrslitaleiknum og því var það í umræðunni að færa leikinn á Wembley í London. Reglurnar eru enn strangar í Bretlandi og var því tekin ákvörðun um að færa leikinn til Portúgal, á Estádio Dragão leikvanginn í Porto. Talið er að stuðningsmenn Chelsea og Man City muni fá 6000 miða á leikinn.

Úrslitaleikurinn fór fram í Luz í fyrra, á heimavelli Benfica. Núna verður hann á heimavelli Porto.

Talið er að það verði formlega tilkynnt á morgun að leikurinn fari fram í Portúgal.
Athugasemdir
banner