Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólafur Aron skipti í KA - „Er til taks ef þörf er á"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Aron Pétursson skipti frá Þór til KA á þriðjudag. Aron, eins og hann er kallaður, lagði skóna á hilluna í vetur eftir að hafa spilað með Þór síðustu ár og með KA á undirbúningstímabilinu.

Sjá einnig:
Ólafur Aron leggur skóna á hilluna (6. janúar)

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var spurður út í Aron í viðtali eftir leik KA gegn FH í gær.

„Aron var að æfa með okkur í vetur en ákvað að stoppa. Hann ákvað svo að koma aftur og klára félagaskiptin fyrir lok. Hann er til taks ef þörf er á. Það er bara fínt," sagði Arnar.

Aron er 26 ára miðjumaður sem uppalinn er í KA.
Arnar Grétars: Uppskárum eftir því sem við lögðum okkur fram
Athugasemdir
banner
banner
banner