Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   mið 12. júní 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern hlustar á tilboð í De Ligt
Mynd: EPA

Matthijs de Ligt varnarmaður Bayern Munchen er til sölu en hann átti ekki fast sæti í liðinu á síðustu leiktíð.


Bayern er að byggja upp hópinn fyrir næstu leiktíð undir stjórn Vincent Kompany en Jonathan Tah, varnarmaður Leverkusen, er sagður á leið til félagsins en félagið þarf að selja leikmenn til að fjármagna kaupin á honum.

Florain Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í De Ligt.

Þessi 24 ára gamli varnarmaður gekk til liðs við Bayern frá Juventus árið 2022 en hann spilaði aðeins 22 leiki í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner