Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrósaði Sverri í hástert - „Greinilega áhugasamir um íslenska markaðinn"
Sverrir Ingi kom frá PAOK til Midtjylland síðasta sumar.
Sverrir Ingi kom frá PAOK til Midtjylland síðasta sumar.
Mynd: Midtjylland
Egill Orri Arnarsson fer til Midtjylland frá Þór í sumar.
Egill Orri Arnarsson fer til Midtjylland frá Þór í sumar.
Mynd: Midtjylland
Midtjylland varð danskur meistari í lok síðata mánaðar eftir dramatíska lokaumferð. Liðið hafði málin ekki í höndum sér en AGF gerði Midtjylland mikinn greiða með því að leggja þá topplið Bröndby að velli í lokaumferðinni. Midtjylland endaði því með stigi meira en Bröndby.

Daníel Freyr Kristjánsson lék með U19 ára liði félagsins í vetur og kom við sögu í æfingaleikjum með aðalliðinu. Hann var til viðtals á dögunum og var spurður út í Sverri.

„Það var skemmtilegt að Sverrir kom. Elías (Rafn Ólafsson) fór (á láni til Portúgals) og þá var ég eini Íslendingurinn. Svo kom Sverrir inn, það bjargaði smá. Sverrir er búinn að vera frábær hjá Midtjylland. Liðið byrjaði ekki svo vel en þegar Sverrir náði sér fyrir alvöru á strik þá fór Midtjylland líka á gott skrið. Hann átti mikilvæg augnablik með liðinu í ár, hágæðaframmistaða frá honum," sagði Daníel.

Það kemur reglulega fyrir að ungir Íslendingar fari á reynslu til Midtjylland.

„Já, ég hitti þessa stráka, tek kannski kvöldmat með þeim. Þeir eru oftast með U17 en stundum U19. Það voru nánast bara íslenskir gæjar sem komu á reynslu, einhverjir fjórir Íslendingar af alls sex leikmönnum. Þeir eru greinilega áhugasamir um þennan markað og skiljanlega," sagði hinn 18 ára Daníel.

Daníel er áfram samningsbundinn Midtjylland en fer líklega á láni til Fredericia til að spila. Fredericia er í næstefstu deild.
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Athugasemdir
banner
banner