Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Rosengård óstöðvandi - Þægilegir sigrar í bikarnum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Aðsend
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn er Rosengård rúllaði yfir Växjö á útivelli í efstu deild sænska boltans í dag.

Guðrún er mikilvægur hlekkur í sterku liði Rosengård sem er með fullt hús stiga eftir tíu fyrstu leikina sína. Liðið er með markatöluna 38-2 og hefur varnarleikur liðsins verið til algjörrar fyrirmyndar.

Guðrún komst ekki á blað í 0-7 sigri í dag, en Þórdís Elva Ágústsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö og spilaði fyrstu 63 mínúturnar.

Þórdís Elva er lykilmaður í liði Vaxjö sem er um miðja deild, með 13 stig eftir 10 umferðir.

Íslendingalið Örebro gerði þá 1-1 jafntefli á heimavelli í botnslag gegn Trelleborg. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir komu inn af bekknum í liði Örebro á meðan Bergþóra Sól Ásmundsdóttir sat allan tímann á bekknum.

Örebro er í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir tíu umferðir. Trelleborg er á botninum með tvö stig og 4-22 í markatölu.

Þá unnu Íslendingaliðin sína leiki í norska bikarnum, þar sem Brann, Vålerenga og Lilleström sigruðu á útivelli í 32-liða úrslitum.

Vaxjo 0 - 7 Rosengard

Orebro 1 - 1 Trelleborg

Avaldsnes 0 - 3 Brann

Frigg 0 - 4 Valerenga

Sarpsborg 1 - 5 Lillestrom

Athugasemdir
banner