Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sigurmark Róberts Frosta eftir slæm mistök Arons Birkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Frosti Þorkelsson skoraði eina mark leiksins er Stjarnan sló Þór úr leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Stjarnan

Staðan var markalaus allt fram að 92. mínútu, þegar Róbert Frosti skoraði eftir afar slæm markmannsmistök Arons Birkis Stefánssonar sem hafði átt góðan leik fram að því.

Aroni Birki tókst ekki að eiga við nokkuð einfalda fyrirgjöf og sló hann boltann beint fyrir fætur Róberts Frosta sem gat ekki annað en skorað fyrir opnu marki.

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr sigri Garðbæinga á Akureyri. Markið er sýnt eftir 1 mínútu og 10 sekúndur af myndskeiðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner