Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 12. júlí 2020 19:41
Magnús Þór Jónsson
Ágúst: Við bara mættum ekki til leiks
Mynd: Raggi Óla
Lærisveinar Ágústs Gylfasonar í Gróttu máttu þola skell í dag á heimavelli, 0-4 fyrir Skagamönnum.  Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik og þrjú á fyrstu 18 mínútunum.

"Við bara mættum ekki til leiks, þeir voru strax búnir að setja á okkur mark og svo annað og þá varð þetta erfitt."

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  4 ÍA

"Við fórum yfir hlutina í hálfleik og ætluðum að halda hreinu allavega í seinni hálfleik og það gekk eftir en þú þarft að mæta til leiks til að eiga séns í Skagamenn"

Eru svona sveiflur milli leikja eins og hjá Gróttunni núna hluti af lærdómsferli nýliða í efstu deild?

"Ég veit það nú ekki, við tökum tvo fyrstu leikina sem lærdóm og svo sýndum við klærnar í næstu þrem.  Fyrri hálfleikurinn hér var bara ekki nógu góður. Það er ekki boðlegt að vera 0-4 undir í hálfleik"

Skotinn Kieran McGrath var ekki með í dag, eru meiðslin alvarleg?

"Nei, þetta eru léttvæg meiðsl og við reiknum með að hann verði kominn fljótlega inn"

Næsti leikur Gróttu er á Akureyri við KA.  Hvernig leggst hann i Gústa?

"Það er kærkomið að fá aðeins lengra frí, í fyrra væri þetta ekki langt frí en nú er það mikið.  Við ætlum að koma tilbúnir í næsta leik".

Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner