mán 12. júlí 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leyton Orient setur stuðningsmann í þriggja ára bann
Mynd: Getty Images
Leyton Orient hefur ákveðið að banna stuðningsmann um þriggja ára skeið eftir að hann gerðist sekur um kynþáttafordóma í gær.

Enska landsliðið tapaði gegn Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í gærkvöld. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur. Þrír ungir þeldökkir fótboltamenn enska liðsins klúðruðu vítaspyrnu.

Þessir þrír leikmenn urðu í kjölfarið orðið fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum, sem er miður.

Leyton Orient, sem er í ensku D-deildinni, komst að því að stuðningsmaður þeirra hefði verið með kynþáttafordóma á samfélagsmiðlum í garð leikmannana.

Félagið hefur í kjölfarið ákveðið að grípa til aðgerða gegn stuðningsmanninum. Hann fær ekki að mæta á leiki félagsins næstu þrjú árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner