Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   mán 12. júlí 2021 22:23
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Þetta er Ghetto ground
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði í kvöld og var frábær í liði Leiknis í kvöld. Hversu mikilvægur var þessi sigur?

„Hann var rosalega mikilvægur, stilltum þessu upp sem sex stiga leik. Við vorum rétt fyrir ofan þá og mjög mikilvægur leikur. Mér fannst við mæta ágætlega gíraðir í þetta, skorum snemma og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þessi leikur var rosalega mikil stöðubarátta og við unnum hann í dag."

Sævar Atli er búin að skora sjö af síðustu átta mörkum liðsins og virðist hann ekki sjá neitt annað en markið þegar hann fær boltann við teig andstæðingana.

„Ég fékk mikið af færum í dag. Skoraði eitt, hefði verið sáttur ef ég hefði skorað tvö og mjög sáttur við að skora þrjú. Ég nýti færin betur næst en alltaf gaman að skora."

Leiknismenn hafa sótt mikið af stigum á sínum heimavelli og framundan eru tvær heimaleikir gegn Stjörnunni og KA og liðið hlýtur að ætla halda áfram að safna stigum á Domusnovavellinum.

„Klárlega. Þetta er Ghetto ground, hérna eiga lið að vera hrædd við að mæta og við erum bara spenntir fyrir næstu tveimur leikjum."
Athugasemdir
banner