Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 12. júlí 2021 22:23
Anton Freyr Jónsson
Sævar Atli: Þetta er Ghetto ground
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis hefur verið magnaður í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði í kvöld og var frábær í liði Leiknis í kvöld. Hversu mikilvægur var þessi sigur?

„Hann var rosalega mikilvægur, stilltum þessu upp sem sex stiga leik. Við vorum rétt fyrir ofan þá og mjög mikilvægur leikur. Mér fannst við mæta ágætlega gíraðir í þetta, skorum snemma og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þessi leikur var rosalega mikil stöðubarátta og við unnum hann í dag."

Sævar Atli er búin að skora sjö af síðustu átta mörkum liðsins og virðist hann ekki sjá neitt annað en markið þegar hann fær boltann við teig andstæðingana.

„Ég fékk mikið af færum í dag. Skoraði eitt, hefði verið sáttur ef ég hefði skorað tvö og mjög sáttur við að skora þrjú. Ég nýti færin betur næst en alltaf gaman að skora."

Leiknismenn hafa sótt mikið af stigum á sínum heimavelli og framundan eru tvær heimaleikir gegn Stjörnunni og KA og liðið hlýtur að ætla halda áfram að safna stigum á Domusnovavellinum.

„Klárlega. Þetta er Ghetto ground, hérna eiga lið að vera hrædd við að mæta og við erum bara spenntir fyrir næstu tveimur leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner