Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis skoraði í kvöld og var frábær í liði Leiknis í kvöld. Hversu mikilvægur var þessi sigur?
„Hann var rosalega mikilvægur, stilltum þessu upp sem sex stiga leik. Við vorum rétt fyrir ofan þá og mjög mikilvægur leikur. Mér fannst við mæta ágætlega gíraðir í þetta, skorum snemma og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þessi leikur var rosalega mikil stöðubarátta og við unnum hann í dag."
„Hann var rosalega mikilvægur, stilltum þessu upp sem sex stiga leik. Við vorum rétt fyrir ofan þá og mjög mikilvægur leikur. Mér fannst við mæta ágætlega gíraðir í þetta, skorum snemma og hefðu getað skorað fleiri mörk. Þessi leikur var rosalega mikil stöðubarátta og við unnum hann í dag."
Sævar Atli er búin að skora sjö af síðustu átta mörkum liðsins og virðist hann ekki sjá neitt annað en markið þegar hann fær boltann við teig andstæðingana.
„Ég fékk mikið af færum í dag. Skoraði eitt, hefði verið sáttur ef ég hefði skorað tvö og mjög sáttur við að skora þrjú. Ég nýti færin betur næst en alltaf gaman að skora."
Leiknismenn hafa sótt mikið af stigum á sínum heimavelli og framundan eru tvær heimaleikir gegn Stjörnunni og KA og liðið hlýtur að ætla halda áfram að safna stigum á Domusnovavellinum.
„Klárlega. Þetta er Ghetto ground, hérna eiga lið að vera hrædd við að mæta og við erum bara spenntir fyrir næstu tveimur leikjum."
Athugasemdir