„Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg," sagði landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í kvöld. Einn stærsti sigurinn í íslenskri fótboltasögu.
„Við höfðum alltaf fulla trú á því að við værum að fara að vinna þennan leik á Laugardalsvelli með þessar stelpur að horfa á okkur. Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika."
„Við höfðum alltaf fulla trú á því að við værum að fara að vinna þennan leik á Laugardalsvelli með þessar stelpur að horfa á okkur. Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika."
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
Alexandra gerði annað mark Íslands í leiknum með þrumuskoti.
„Það var bara fínt. Ég skora ekki oft svona með landsliðinu. Sveindís gerir ótrúlega vel í pressunni og á stóran hlut í markinu. Þetta var ekki skallamark og það er eitthvað. Það var gaman að sjá hann í netinu."
Það var frábær stemning á vellinum og stelpurnar af Símamótinu fjölmenntu til að horfa á fyrirmyndirnar sínar.
„Að spila fyrir þær... þær eru við eftir nokkur ár og þetta voru við fyrir nokkrum árum. Það er ekki langt síðan margar af okkur voru á Símamótinu. Þetta er ekki gamall hópur sem er hérna. Það var klikkað að fagna með þeim."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir