Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 12. júlí 2024 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Icelandair
Alexandra fagnar hér marki sínu í kvöld.
Alexandra fagnar hér marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg," sagði landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í kvöld. Einn stærsti sigurinn í íslenskri fótboltasögu.

„Við höfðum alltaf fulla trú á því að við værum að fara að vinna þennan leik á Laugardalsvelli með þessar stelpur að horfa á okkur. Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Alexandra gerði annað mark Íslands í leiknum með þrumuskoti.

„Það var bara fínt. Ég skora ekki oft svona með landsliðinu. Sveindís gerir ótrúlega vel í pressunni og á stóran hlut í markinu. Þetta var ekki skallamark og það er eitthvað. Það var gaman að sjá hann í netinu."

Það var frábær stemning á vellinum og stelpurnar af Símamótinu fjölmenntu til að horfa á fyrirmyndirnar sínar.

„Að spila fyrir þær... þær eru við eftir nokkur ár og þetta voru við fyrir nokkrum árum. Það er ekki langt síðan margar af okkur voru á Símamótinu. Þetta er ekki gamall hópur sem er hérna. Það var klikkað að fagna með þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner