Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 12. ágúst 2016 22:19
Þorsteinn Haukur Harðarson
Fanndís: Venjulegur fótboltaleikur með rúsínu í endanum
Fanndís í leiknum í kvöld.
Fanndís í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Það hljómar mjög vel að vera bikarmeistari. Mér fannst við eiga þetta skilið í kvöld," sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn ÍBV í bikarúrslitunum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

"Við fengum draumabyrjun. Það brýtur oft lið niður að fá á sig mark strax á 2. mínútu. Þetta var bara vel gert hjá okkur,"

Þrátt fyrir að Eyjastúlkur hafi minnkað muninn snemma í seinni hálfleik var sigri Blika aldrei ógnað. "Í rauninni var þetta ekki í hættu. Það gefur liðum alltaf ákveðinn kraft að skora snemma í seinni hálfleik en við höndluðum það vel og náðum að spila vel út úr því."

Þá segir Fanndís að undirbúningur liðsins fyrir leikinn hafi ekki verið frábrugðinn því sem gengur og gerist. "Nei alls ekki, við gerðum allt eins og venjulega. Við borðuðum saman í gær eins og við gerum fyrir alla leiki. Þetta var bara fótboltaleikur með smá rúsínu í endanum."

Fanndís er uppalin í Vestmannaeyjum og var því spurð hvort það hafi á einhvern hátt verið sætara að sigra uppeldisfélagið. "Ég var mjög lítil þegar ég spilaði fyrir ÍBV en ég er alltaf með smá Eyjahjarta."


Athugasemdir
banner