"Það hljómar mjög vel að vera bikarmeistari. Mér fannst við eiga þetta skilið í kvöld," sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn ÍBV í bikarúrslitunum í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 ÍBV
"Við fengum draumabyrjun. Það brýtur oft lið niður að fá á sig mark strax á 2. mínútu. Þetta var bara vel gert hjá okkur,"
Þrátt fyrir að Eyjastúlkur hafi minnkað muninn snemma í seinni hálfleik var sigri Blika aldrei ógnað. "Í rauninni var þetta ekki í hættu. Það gefur liðum alltaf ákveðinn kraft að skora snemma í seinni hálfleik en við höndluðum það vel og náðum að spila vel út úr því."
Þá segir Fanndís að undirbúningur liðsins fyrir leikinn hafi ekki verið frábrugðinn því sem gengur og gerist. "Nei alls ekki, við gerðum allt eins og venjulega. Við borðuðum saman í gær eins og við gerum fyrir alla leiki. Þetta var bara fótboltaleikur með smá rúsínu í endanum."
Fanndís er uppalin í Vestmannaeyjum og var því spurð hvort það hafi á einhvern hátt verið sætara að sigra uppeldisfélagið. "Ég var mjög lítil þegar ég spilaði fyrir ÍBV en ég er alltaf með smá Eyjahjarta."
Athugasemdir






















