Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   lau 12. ágúst 2017 18:26
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Við mættum ekki í þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var vitaskuld svekktur eftir 1-0 tap gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  0 FH

„Þetta eru mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tapa úrslitaleik í bikarnum, það eru vonbrigði," sagði Heimir sem var óánægður með það hvernig liðið mætti til leiks.

„Við mættum ekki í þennan leik. Í fyrri hálfleik var ÍBV nánast eina liðið á vellinum og við vorum þó skárri í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis færi til að jafna leikinn sem gekk ekki eftir. Ég vil nota tækifærið og óska ÍBV til hamingju með bikarmeistaratitilinn, þeir eiga hann skilið."

„Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessum leik. Það leit ekki þannig út í dag," sagði Heimir.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner