
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var vitaskuld svekktur eftir 1-0 tap gegn ÍBV í úrslitum Borgunarbikarsins í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 0 FH
„Þetta eru mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tapa úrslitaleik í bikarnum, það eru vonbrigði," sagði Heimir sem var óánægður með það hvernig liðið mætti til leiks.
„Við mættum ekki í þennan leik. Í fyrri hálfleik var ÍBV nánast eina liðið á vellinum og við vorum þó skárri í seinni hálfleik og sköpuðum okkur ágætis færi til að jafna leikinn sem gekk ekki eftir. Ég vil nota tækifærið og óska ÍBV til hamingju með bikarmeistaratitilinn, þeir eiga hann skilið."
„Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þessum leik. Það leit ekki þannig út í dag," sagði Heimir.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir