mið 12. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Martinez vill yfirgefa Bayern
Javi Martinez vill hefja nýtt ævintýri á öðrum stað
Javi Martinez vill hefja nýtt ævintýri á öðrum stað
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Javi Martinez vill yfirgefa þýska félagið Bayern München en Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern, staðfestir þetta í viðtali við AZ.

Martinez er 31 árs gamall og hefur eytt síðustu átta árum sínum hjá Bayern og unnið nítján titla á þeim tíma en hann er nú farinn að hugsa sér til hreyfings.

Spænski leikmaðurinn verður samningslaus á næsta ári og er Rummenigge opinn fyrir því að selja hann en Martinez hefur verið í aukahlutverki hjá þýska liðinu undanfarið ár.

„Hann vill yfirgefa félagið og ef það kemur sanngjarnt tilboð þá skoðum við það. Við myndum ekki koma í veg fyrir það því hann hefur alltaf spilað vel fyrir Bayern og verið traustur. Við reynum að finna lausn með leikmanninum," sagði Rummenigge.

Hann gæti snúið aftur til Athletic Bilbao en þá hefur hann einnig verið orðaður við lið frá Frakklandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner