Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 08:05
Elvar Geir Magnússon
Mun Sancho leggja inn beiðni um að vera seldur?
Powerade
Jadon Sancho í slúðrinu? Óvænt!
Jadon Sancho í slúðrinu? Óvænt!
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele er orðaður við Manchester United.
Ousmane Dembele er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Verður Dani Ceballos með Real Madrid á næsta tímabili?
Verður Dani Ceballos með Real Madrid á næsta tímabili?
Mynd: Getty Images
Götze vill vera áfram í Evrópu.
Götze vill vera áfram í Evrópu.
Mynd: Getty Images
Hvað gerir Manchester United ef félagið fær ekki Jadon Sancho? Slúðurpakkinn er kominn í prentun en þar er ýmislegt fróðlegt. BBC og Sky Sports tóku saman.

Jadon Sancho (20) hefur áhuga á að fara til Manchester United en gæti þurft að leggja fram beiðni til Dortmund um að vera seldur. (Mirror)

Manchester United horfir til Ousmane Dembele (23), franska sóknarleikmannsins hjá Barcelona, ef ekki næst að landa Sancho. (ESPN)

Manchester United gæti blandað sér í baráttuna um Kai Havertz (21) hjá Bayer Leverkusen ef félagið fær ekki Sancho. Margir búast við því að Havertz fari til Chelsea en Frank Lampard er mikill aðdáandi. (Manchester Evening News)

Spænski miðjumaðurinn David Silva (34) mun fara til Lazio þegar samningur hans við Manchester City rennur út í lok tímabils. (Guardian)

AC Milan er í viðræðum við Chelsea um að kaupa miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (25) til félagsins. Bakayoko hefur verið á lánssamningi hjá Milan og Mónakó síðustu tvö tímabil. (Sky Italy)

Arsenal undirbýr 25 milljóna punda tilboð í framherjann Quincy Promes (28) hjá Ajax. Hann skoraði 16 mörk og átti 5 stoðsendingar í 28 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili. (Sun)

Aston Villa undirbýr fyrsta tilboð í enska sóknarmanninn Ollie Watkins (24) hjá Brentford. (Sky Sports)

Gareth Bale (31) mun ekki yfirgefa Real Madrid í sumar en velski framherjinn er tilbúinn í að bíða út samninginn sinn í tvö ár áður en hann finnur nýtt félag. (Mirror)

Nýliðarnir þrír í ensku úrvalsdeildinni; West Bromwich Albion, Leeds og Fulham, vilja allir fá skoska vængmanninn Ryan Fraser (26) sem yfirgaf Bournemouth í enda júní á frjálsri sölu. (90Min)

Chelsea er tilbúið að selja ítalska varnarmanninn Emerson Palmieri (26) en Inter er tilbúið að gera tilboð. (Football Insider)

Real Madrid vill halda spænska miðjumanninum Dani Ceballos (24) hjá félaginu eftir að hann kom til baka úr eins tímabils lánsdvöl hjá Arsenal. (AS)

Leicester City hefur sýnt enska vængmanninum Dwight McNeil (20) hjá Burnley áhuga. (Sky Sports)

Fenerbahce vill fá nígeríska sóknarmanninn Kelechi Iheanacho (23) lánaðan frá Leicester. (Fotospor)

Fulham hefur áhuga á enska varnarmanninum Calum Chambers (25) hjá Arsenal en talið er að hann kosti um 12 milljónir punda. (Sun)

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, segist vera tilbúinn að hlusta á félög sem geri 'sanngjörn' tilboð í Thiago Alcantara (29). Thiago hefur verið orðaður við Liverpool. (Mail)

Ciro Immobile (30), sóknarmaður Lazio, segir að Newcastle hafi sýnt sér áhuga fyrr í sumar en Immobile ætlar að vera áfram hjá Lazio. (Corriere dello Sport - via Goal)

Sheffield United, Crystal Palace, Everton, Newcastle og Southampton jafa áhuga á finnska miðjumanninum Glen Kamara (24) hjá Rangers. Dynamo Kiev og Dynamo Moskva hafa einnig áhuga. (90Min)

Tvö ensk úrvalsdeildarfélög og eitt félag í þýsku Bundesligunni hafa áhuga á hinum fjölhæfa bakverði Arsenal, Ainsley Maitland-Niles (22). (Sky Sports)

Mario Götze (28) hefur ekki áhuga á að fara til Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni. Þjóðverjinn er félagslaus eftir að hann yfirgaf Borussia Dortmund í sumar en hann vill spila áfram í Evrópu. (Mail)

Líklegast er að brasilíski táningurinn Talles Magno (18) hjá Vasco da Gama fari til Liverpool. Mörg evrópsk félög hafa áhuga á framherjanum. (Esporte News Mundo)

West Ham hefur rætt við Michail Antonio (30) um nýjan samning sem myndi gera hann einn af launahæstu leikmönnum félagsins. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner