mið 12. ágúst 2020 14:50
Fótbolti.net
Til íslenskra félaga varðandi samvinnu um viðtöl
Mynd: Fótbolti.net
Til félaga í efstu deildum íslenska boltans:

KSÍ hefur kynnt fyrir félögum að í ljós sóttvarnarlaga megi aðeins rétthafinn (Stöð 2 Sport í Pepsi Max-deildunum) í hverri deild taka viðtöl eftir leiki.

Fótbolti.net óskar eftir góðri samvinnu við félögin í efstu deildum svo miðillinn geti áfram birt viðtöl við þjálfara og leikmenn eftir leiki þó hátturinn verði öðruvísi til að farið verði eftir sóttvarnarreglum; t.d. með símtölum eða myndbands- eða hljóðupptökum frá félögunum.

Þess má geta að Fótbolti.net er eini fjölmiðillinn sem tekur reglulega viðtöl eftir leiki Lengjudeildarinnar.

Við vonumst til þess að okkar leikjaskrifarar fái góðar móttökur og aðstoð.

Bestu kveðjur,
ritstjórn Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner