Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 12. ágúst 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sport.pl (Gazeta) 
Ætlar aldrei aftur til Íslands útaf rasisma: „Ef hann drepst eru margir Pólverjar sem geta komið í staðinn"
Selfoss var í toppbaráttu Lengjudeildarinnar þar til Chris yfirgaf félagið um miðjan júlí.
Selfoss var í toppbaráttu Lengjudeildarinnar þar til Chris yfirgaf félagið um miðjan júlí.
Mynd: AHM Selfoss
Selfossvöllur í allri sinni dýrð.
Selfossvöllur í allri sinni dýrð.
Mynd: Selfoss

Pólski varnarmaðurinn Chris Jastrzembski gekk í raðir Selfoss í mars en fékk svo samningi sínum rift í júlí og yfirgaf félagið. Í viðtali við pólska miðilinn Gazeta segist hann hafa flúið frá Íslandi vegna rasisma.


Chris, 25 ára, spilaði níu leiki með Selfossi í Lengjudeildinni og fjóra í Mjólkurbikarnum áður en hann yfirgaf félagið. Núna leikur hann með Prey Veng FC í Kambódíu.

„Félagið kom verr fram við mig vegna þess að ég var með pólskt vegabréf. Þetta er versta land sem ég hef heimsótt á allri minni ævi og ég mun aldrei koma þangað aftur," sagði Chris 

„Það er mikið af Pólverjum sem búa þarna og þeir hafa það fínt en ég hef upplifað Ísland á hræðilegan hátt. Ég myndi ekki mæla með þessum áfangastað fyrir neinn. Fólk er sett í flokka og strax frá fyrsta degi var mér ekki sýnd nein virðing."

Chris gaf fréttamanni þá dæmisögu frá dvölinni á Selfossi og lýsti fordómunum sem hann mætti hjá yfirmanni innan félagsins.

„Ég var ekki bara að spila fótbolta þarna heldur var líka smá vinna með. Einn daginn var ég að setja upp vinnupalla hjá íþróttavellinum og spurði kvenkyns starfsmann sem var í grenndinni um að aðstoða mig með því að halda stiganum kyrrum. Hún gerði það í smá stund áður en yfirmaðurinn kom og sagði henni að það væri óþarfi að hjálpa mér því vindurinn væri hvort sem er svo lítill að stiginn ætti ekki að detta. 

„Konan fór þá í burtu og skömmu seinna datt ég af stiganum. Hún var miður sín og baðst afsökunar en ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn sagði þá eitthvað við hana á íslensku sem ég skildi ekki og hló. Seinna kom konan til mín aftur og sagði hvað yfirmaðurinn hafði sagt: 'Fari hann til fjandans. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst þá eru margir Pólverjar sem geta komið í staðinn.'"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner