Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 12. ágúst 2022 17:15
Fótbolti.net
Sambandsdeildarkrufning og íslenski boltinn á X977 á morgun
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað á slaginu 12 á X977 á morgun laugardag. Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta í fréttum vikunnar í íslenska boltanum.

Evrópuleikir Blika og Víkinga, úrskurður aganefndar, dómaramistök á Selfossi, næsta umferð Bestu deildarinnar og fleira verður til umræðu.

Í seinni hluta þáttarins mætir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og rýnir í góðan árangur Víkinga og Breiðabliks og þann árangur sem Arnar Gunlaugs og Óskar Hrafn hafa náð.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir