Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   mán 12. ágúst 2024 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Girona sækir arftaka Dovbyk til Aberdeen
Mynd: EPA
Girona var spútnik lið síðasta tímabils í spænsku deildinni og er búið að selja nokkra af sínum bestu leikmönnum.

Þar á meðal er félagið búið að selja úkraínska markaskorarann Artem Dovbyk til AS Roma, en nýr framherji er á leið inn í staðinn.

Sá heitir Bojan Miovski og kemur úr röðum Aberdeen í Skotlandi, þar sem hann kom að 30 mörkum í 53 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Miovski er 25 ára gamall landsliðsmaður Norður-Makedóníu og er Girona að borga tæplega 10 milljónir evra til að festa kaup á honum, eftir að hafa fengið 40 milljónir fyrir Dovbyk.

Miovski verður áttundi leikmaðurinn sem kemur til Girona í sumar eftir mönnum á borð við Ladislav Krejci, Oriol Romeu og Donny van de Beek.
Athugasemdir
banner
banner