Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   mán 12. ágúst 2024 21:14
Sölvi Haraldsson
Héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu - „Búinn að gleyma því“
Jói Bjarna.
Jói Bjarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mikill léttir. Frábærlega spilað hjá strákunum. Það hafa verið flottar frammistöður í seinustu leikjum en við eigum bara eftir að halda hreinu og verjast betur sem lið, við gerðum það í dag.“ sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur KR á FH. Fyrsti sigur KR síðan 20. maí sem kom gegn FH einnig.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Jóa síðan í maí.

Ég kom inn á á móti KA en fyrsti leikurinn minn átti að vera á móti HK en það var blásið af. Fyrsti leikurinn og ég náði að spila 90 mínútur, bara geðveikt.

Hvað skóp sigurinn í dag að mati Jóa?

Við verjumst vel sem lið. Þegar þú verst vel sem lið kemur oftar en ekki eitthvað gott fram á við. Því meira sem þú verst vel, því meira trúir þú. Ég held að það sé lykillinn í dag. Góður varnarleikur. Þá kemur allt hitt.

Þetta er fyrsti leikur KR á tímabilinu þar sem þeir halda hreinu.

Það er mikilvægt. Ég var búinn að gleyma því. Við þurfum að venja okkur á það að einbeita okkur á varnarleikinn og gera það almennilega. Þá verðum við flottir.“

Eitt helsta umræðuefnið fyrir leikinn í dag var endurkoma Ósakrs Hrafns í KR. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins núna í einhvern tíma. Finnur Jóhannes fyrir einhverri breytingu í hópnum eftir komu Óskars?

Það er alltaf að fá nýjar raddir inn. Óskar hefur sannað sig vel í þessari deild. Hann hefur hjálpað mér fullt. Pálmi og Fúsi líka. Þeir eru bara allir búnir að vera flottir síðan þeir tóku við.“ sagði Jóhannes.

Viðtalið við Jóa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner