Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 12. ágúst 2024 21:14
Sölvi Haraldsson
Héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu - „Búinn að gleyma því“
Jói Bjarna.
Jói Bjarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mikill léttir. Frábærlega spilað hjá strákunum. Það hafa verið flottar frammistöður í seinustu leikjum en við eigum bara eftir að halda hreinu og verjast betur sem lið, við gerðum það í dag.“ sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur KR á FH. Fyrsti sigur KR síðan 20. maí sem kom gegn FH einnig.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Jóa síðan í maí.

Ég kom inn á á móti KA en fyrsti leikurinn minn átti að vera á móti HK en það var blásið af. Fyrsti leikurinn og ég náði að spila 90 mínútur, bara geðveikt.

Hvað skóp sigurinn í dag að mati Jóa?

Við verjumst vel sem lið. Þegar þú verst vel sem lið kemur oftar en ekki eitthvað gott fram á við. Því meira sem þú verst vel, því meira trúir þú. Ég held að það sé lykillinn í dag. Góður varnarleikur. Þá kemur allt hitt.

Þetta er fyrsti leikur KR á tímabilinu þar sem þeir halda hreinu.

Það er mikilvægt. Ég var búinn að gleyma því. Við þurfum að venja okkur á það að einbeita okkur á varnarleikinn og gera það almennilega. Þá verðum við flottir.“

Eitt helsta umræðuefnið fyrir leikinn í dag var endurkoma Ósakrs Hrafns í KR. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins núna í einhvern tíma. Finnur Jóhannes fyrir einhverri breytingu í hópnum eftir komu Óskars?

Það er alltaf að fá nýjar raddir inn. Óskar hefur sannað sig vel í þessari deild. Hann hefur hjálpað mér fullt. Pálmi og Fúsi líka. Þeir eru bara allir búnir að vera flottir síðan þeir tóku við.“ sagði Jóhannes.

Viðtalið við Jóa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner