Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mán 12. ágúst 2024 21:14
Sölvi Haraldsson
Héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu - „Búinn að gleyma því“
Jói Bjarna.
Jói Bjarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mikill léttir. Frábærlega spilað hjá strákunum. Það hafa verið flottar frammistöður í seinustu leikjum en við eigum bara eftir að halda hreinu og verjast betur sem lið, við gerðum það í dag.“ sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur KR á FH. Fyrsti sigur KR síðan 20. maí sem kom gegn FH einnig.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Jóa síðan í maí.

Ég kom inn á á móti KA en fyrsti leikurinn minn átti að vera á móti HK en það var blásið af. Fyrsti leikurinn og ég náði að spila 90 mínútur, bara geðveikt.

Hvað skóp sigurinn í dag að mati Jóa?

Við verjumst vel sem lið. Þegar þú verst vel sem lið kemur oftar en ekki eitthvað gott fram á við. Því meira sem þú verst vel, því meira trúir þú. Ég held að það sé lykillinn í dag. Góður varnarleikur. Þá kemur allt hitt.

Þetta er fyrsti leikur KR á tímabilinu þar sem þeir halda hreinu.

Það er mikilvægt. Ég var búinn að gleyma því. Við þurfum að venja okkur á það að einbeita okkur á varnarleikinn og gera það almennilega. Þá verðum við flottir.“

Eitt helsta umræðuefnið fyrir leikinn í dag var endurkoma Ósakrs Hrafns í KR. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins núna í einhvern tíma. Finnur Jóhannes fyrir einhverri breytingu í hópnum eftir komu Óskars?

Það er alltaf að fá nýjar raddir inn. Óskar hefur sannað sig vel í þessari deild. Hann hefur hjálpað mér fullt. Pálmi og Fúsi líka. Þeir eru bara allir búnir að vera flottir síðan þeir tóku við.“ sagði Jóhannes.

Viðtalið við Jóa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner