Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   mán 12. ágúst 2024 22:57
Elvar Geir Magnússon
Helgi Fróði farinn til Hollands
Helgi Fróði á átta leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Helgi Fróði á átta leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Fróði Ingason er að yfirgefa Stjörnuna en Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport greindi frá því á X í kvöld að hann væri á leið í hollensku B-deildina.

Helgi flaug út í morgun og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna, í bili að minnsta kosti. Ekki kemur fram hvert umrætt félag er.

Hinn átján ára gamli Helgi Fróði er mikið efni en þessi skemmtilegi miðjumaður hefur leikið 30 leiki fyrir Stjörnuna í efstu deild og skorað tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner