Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   mán 12. ágúst 2024 20:48
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Ég vona ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Nei það er ekki rétt metið hjá þér. Ég hefði viljað sjá okkur yfirvegaðari í góðum stöðum, síðasta sending aðeins betri, ákvörðunartaka aðeins betri, herslumunin að klára góðar stöður. Það var aðallega það sem ég var ósáttur við í fyrri hálfleik en ég var alls ekki ósáttur við fyrri hálfleikinn" sagði kátur Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir mikilvægan 1 - 0 sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld á Akranesi.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Fram

„Þetta skipti gríðarlega miklu máli og mér fannst leikurinn einkennast af því. Við komumst yfir snemma í seinni hálfleik og við hörkum þetta út í seinni hálfleiknum og mér fannst það sjást á liðinu að það er langt síðan við höfum unnið, hve mikið við vildum þetta og þá fer maður oft á tíðum að bíða eftir lokaflautinu"

„Þú þráir þennan sigur loksins og teljum okkur hafa átt meira skilið í síðustu þremur leikjum en svona er þetta og sigurinn kom í dag og við erum gríðarlega ánægðir með það"

Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan. Meðal annars um leikmann sem er að fara á láni frá ÍA og Rúnar Má. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner