Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mán 12. ágúst 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester að kaupa sóknarmann frá Leverkusen
Mynd: EPA
Leicester City er að ganga frá félagaskiptum fyrir sóknarleikmanninn Adam Hlozek sem kemur til félagsins úr röðum Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen.

Hlozek er 22 ára gamall og leikur sem sóknartengiliður að upplagi, en getur einnig spilað úti á vinstri kanti og sem fremsti sóknarmaður.

Hinn tékkneski Hlozek er uppalinn hjá Sparta Prag og er með 34 leiki að baki fyrir landsliðið sitt þrátt fyrir ungan aldur.

Á síðustu leiktíð kom Hlozek að 12 mörkum í 36 leikjum með Leverkusen í öllum keppnum, þó að hann hafi ekki verið með fast sæti í byrjunarliðinu og komið oft inn af varamannabekknum.

Leicester eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og gæti Hlozek reynst mikilvægur liðsstyrkur.

Hlozek kemur á lánssamningi með kaupskyldu ef Leicester heldur sér uppi í ensku úrvalsdeildinni. Heildar kaupverðið mun nema um 17 milljónum punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner