Portúgalski kantmaðurinn Pedro Neto var kynntur sem nýr leikmaður Chelsea í gær. Hann kemur á tæpar 52 milljónir punda frá Wolves.
„Ég er þakklátur fyrir að vera kominn í þetta félag," sagði Neto eftir undirskriftina.
„Ég er þakklátur fyrir að vera kominn í þetta félag," sagði Neto eftir undirskriftina.
„Ég hef lagt mjög mikið á mig til að komast á þennan stað á ferlinum og ég er spenntur fyrir því að ganga inn á völlinn í treyju Chelsea."
Neto er 24 ára og gerði sjö ára samning við Chelsea. Hann er dýrasti leikmaður sem seldur er frá Wolves í sögunni, topar 47 milljóna punda kaup Al-Hilal á Ruben Neves á síðasta ári.
Athugasemdir