Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 12. september 2020 08:00
Aksentije Milisic
Ancelotti viðurkennir að hann sé undir pressu hjá Everton
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur viðurkennt að hann sé undir pressu hjá félaginu og að það verði að nást góður árangur á þessu tímabili.

Everton byrjar tímabilið á útileik gegn Tottenham en liðið hefur farið mikinn á félagskipamarkaðnum í sumar og keypt inn glænýja miðju.

James Rodriguez er kominn til liðsins frá Real Madrid, miðjumaðurinn Allan kom frá Napoli og Abdoulaye Doucoure frá Watford. Alvöru leikmenn.

Ancelotti á enn mikið verk fyrir höndum til þess að koma Everton í Meistaradeild Evrópu en það er markmiðið. Hann veit að með þessum leikmönnum sem hann hefur fengið inn, þá hefur pressan á gott gengi aukist.

„Ég verð að vera hreinskilinn, leikmannahópurinn er öflugur og við náðum okkar markmiðum. Þetta setur pressu á okkur og það er sanngjart."

Athugasemdir
banner