Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur viðurkennt að hann sé undir pressu hjá félaginu og að það verði að nást góður árangur á þessu tímabili.
Everton byrjar tímabilið á útileik gegn Tottenham en liðið hefur farið mikinn á félagskipamarkaðnum í sumar og keypt inn glænýja miðju.
James Rodriguez er kominn til liðsins frá Real Madrid, miðjumaðurinn Allan kom frá Napoli og Abdoulaye Doucoure frá Watford. Alvöru leikmenn.
Ancelotti á enn mikið verk fyrir höndum til þess að koma Everton í Meistaradeild Evrópu en það er markmiðið. Hann veit að með þessum leikmönnum sem hann hefur fengið inn, þá hefur pressan á gott gengi aukist.
„Ég verð að vera hreinskilinn, leikmannahópurinn er öflugur og við náðum okkar markmiðum. Þetta setur pressu á okkur og það er sanngjart."
Athugasemdir