lau 12. september 2020 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Fulham og Arsenal: Gabriel og Willian byrja
Willian.
Willian.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst klukkan 11:30 með leik Fulham og Arsenal í Lundúnaslag.

Leikið verður án áhorfenda eins og á seinni hluta síðasta tímabils. Vonast er til þess að hægt verði að hleypa áhorfendum hægt og bítandi inn á leikvanga þegar líður á tímabilið.

Það eru fimm miðverðir á meiðslalistanum hjá Arsenal. David Luiz, Sokratis, Calum Chambers, Pablo Mari og Shkodran Mustafi eru allir frá. Gabriel Magalhaes, sem var keyptur í sumar frá Lille, byrjar með Rob Holding í hjarta varnarinnar.

Willian, sem kom frá Chelsea í sumar, byrjar einnig hjá Arsenal.

Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af Aleksandar Mitrovic, sem raðaði inn mörkunum í Championship-deildinni á síðustu leiktíð. Alla vega ekki til að byrja með, hann byrjar á bekknum.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Bellerin, Gabriel, Holding, Tierney, Maitland-Niles, Elneny, Xhaka, Willian, Aubameyang, Lacazette.
(Varamenn: Macey, Saka, Ceballos, Pepe, Willock, Nketiah, Kolasinac)

Byrjunarlið Fulham: Rodak, Ream, Hector, Odoi, Bryan, Onomah, Cairney, Reed, Kebano, Cavaleiro, Kamara.
(Varamenn: Areola, Mitrovic, Knockaert, Cordova-Reid, Le Marchand, Christie, Anguissa)


Athugasemdir
banner
banner
banner