Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. september 2020 13:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Draumabyrjun hjá Óla Kristjáns og Andra Rúnari
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson stýrði Esbjerg í fyrsta sinn í dönsku B-deildinni í dag og hann byrjar vel.

Esbjerg hafði betur gegn Skive á útivelli, 0-2. Bæði mörkin komu snemma leiks.

Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason byrjaði á bekknum hjá Esbjerg en kom inn á sem varamaður þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Óli Kristjáns hætti með FH til að taka við Esbjerg fyrr í sumar. Stefnan er að koma liðinu aftur upp í dönsku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner