Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. september 2020 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Selfoss fór illa með KR
Hólmfríður reyndist sínu gamla félagi erfið.
Hólmfríður reyndist sínu gamla félagi erfið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 0 - 5 Selfoss
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('12 )
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir ('20 )
0-3 Tiffany Janea McCarty ('45 )
0-4 Clara Sigurðardóttir ('51 )
0-5 Hólmfríður Magnúsdóttir ('79 )
Lestu nánar um leikinn

Það var einn leikur í Pepsi Max-deild kvenna í dag þar sem KR tók á móti Selfossi.

Hólmfríður Magnúsdóttir, fyrrum leikmaður KR, reyndist sínu gamla félagi erfið. Hún setti tóninn strax á 12. mínútu og var búin að bæta við öðru marki á 20. mínútu.

Fyrri hálfleiksflautið varð staðan 3-0; Tiffany Janea McCarty skoraði markið.

Clara Sigurðardóttir gerði fjórða mark Selfoss á 51. mínútu og Hólmfríður batt lokahnútinn á stórsigur gestana þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í leiðinni fullkomnaði hún þrennuna sína.

Selfoss er í þriðja sæti með 19 stig og KR er á botni deildarinnar með tíu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner