Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. september 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Boehly varaði Gilmour við því að fara
Mynd: Getty Images

Billy Gilmour yfirgaf Chelsea í sumar og fór til Brighton. Hann var mjög hrifinn af hugmyndum Graham Potter þáverandi stjóra Brighton.


Nokkrum dögum eftir að Gilmour skrifaði undir hjá Brighton yfirgaf Potter félagið til þess að taka við af Thomas Tuchel hjá Chelsea en Todd Boehly eigandi Chelsea rak Tuchel eftir tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.

Gilmour yfirgaf Chelsea þar sem Tuchel hafði tjáð honum að hann ætti ekki framtíðina fyrir sér hjá félaginu. Boehly reyndi hins vegar að sannfæra hann um að vera um kyrrt því hlutirnir gætu breyst snöggt.

Brighton keypti Gilmour á í kringum 9 milljónir punda en þessi 21 árs gamli miðjumaður spilaði aðeins 22 leiki fyrir Chelsea frá því hann kom frá Rangers árið 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner