Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. september 2022 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor er hægt og rólega að koma sér á fætur
Viktor Jónsson.
Viktor Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson, sóknarmaður ÍA, sneri aftur eftir langa fjarveru er Skagaliðið tapaði stórt gegn FH í Bestu deildinni í gær.

Viktor hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla í allt sumar en sneri aftur í seinni hálfleiknum í gær.

Það eru svo sannarlega jákvæðar fréttir fyrir ÍA ef Viktor getur farið að beita sér aftur inn á fótboltavellinum.

„Hann er hægt og rólega að koma sér á fætur," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn í Kaplakrika í gær.

„Vonandi gengur það áfram vel. Það hefur gengið vel hjá honum síðustu vikurnar og vonandi verður stígandi í því - að hann komist af stað aftur."

Viktor gerði þrjú mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum áður en hann meiddist fyrir tímabil.

ÍA er sem stendur á botni Bestu deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti. Það eru margir úrslitaleikir framundan.
Jón Þór mjög pirraður: Ég hef engar skýringar á því
Athugasemdir
banner
banner