banner
   mán 12. október 2020 16:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Arnar Grétars: Ætlum að fá allavega þrjá alvöru leikmenn
Qvist líklega ekki áfram
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það er klárt að við ætlum að reyna að styrkja hópinn um allavega þrjá alvöru leikmenn," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Arnar hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA og hnan er farinn að huga að því að styrkja liðið fyrir næsta tímabil.

„Helst vill maður fá leikmenn sem eru hér frekar en útlendinga sem koma í febrúar eða mars. Ég myndi frekar vilja fá góða leikmenn sem eru hér í deildinni og gætu verið með okkur frá byrjun."

Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist hefur verið á láni hjá KA í sumar en ólíklegt er að hann verði áfram.

„Ég á ekki von á því að hafsentinn sem hefur verið hjá okkur verði áfram. Við þurfum klárlega að sækja okkur í þá stöðu. Það væri fínt að fá alvöru spilara á miðjuna og einn í sóknarlínuna."

Varnarmennirnir reyndu Hallgrímur Jónasson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið frá keppni nánast allt tímabilið og sóknarmaðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson hefur ekkert verið með KA í ár vegna meiðsla.

Sjá einnig:
Addi ætlar ekki að skjótast fram og til baka - Gaman í vinnunni
KA stefnir á að spila heimaleiki sína á Dalvík

Hér að neðan má hlusta á útvarpsþáttinn í heild. Viðtalið við Arnar hefst eftir tæpar 20 mínútur.
Útvarpsþátturinn - Gamla bandið, Arnar Grétars og leikmannakönnun
Athugasemdir
banner
banner