Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. október 2020 23:33
Victor Pálsson
Óánægður með hvernig Griezmann er notaður
Mynd: Getty Images
Alan Giresse, goðsögn franska landsliðsins, er óánægður með hvernig Didier Deschamps er að nota stórstjörnuna Antoine Griezmann þessa stundina.

Griezmann er fastamaður í franska landsliðinu en hann er ekki upp á sitt besta í dag eftir erfiða dvöl hjá Barcelona á Spáni.

Giresse veit að sjálfstraust Griezmann er ekki mikið eins og er og segir að Deschamps hjálpi ekki með því að spila honum í tíunni fyrir aftan sókn franska liðsins.

„Vandamálið er að Griezmann er búinn að tapa sjálfstraustinu, Didier reynir að spila honum og fá það til baka," sagði Giresse.

„Hann spilaði eins og tía en Griezmann er ekki tía. Við höfum alltaf sagt að ef spilið á að snúast um einhvern leikmann þá er það Olivier Giroud."

„Í þessum tveimur leikjum þá spilar hann Greizmann fyrir aftan Giroud og Kylian Mbappe. Gegn Portúgal þá virkaði Griezmann meira eins og fölsk nía og var ekki að styðja við Giroud."

„Mbappe er ekki leikmaður sem tekur hlaup í kringum framherjann. Hann þarf að fá pláss."

Athugasemdir
banner
banner
banner