Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 12. október 2021 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Þú veist hvernig dómarar eru
Markvörður Portúgals átti leik lífs síns
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg hrikalega svekkjandi. Mér fannst við gera nóg til að vinna, sköpuðum fullt af færum og vorum að spila heilt yfir vel," sagði fyrirliðinn Kolbeinn Þórðarson eftir svekkjandi tap U21 landsliðsins gegn Portúgal í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Portúgal komst yfir frekar snemma í seinni hálfleiknum en Ísland kom boltanum í netið í uppbótartíma. Þá ávað velski dómari leiksins að flauta í flautu sína og dæma Valgeir Lunddal brotlegan.

„Mér fannst þetta ekki vera brot, þú veist hvernig dómarar eru, ef markvörður fer upp í loftið og öskrar þá er alltaf dæmt brot. Hann var bara klókur, öskraði nógu hátt og fékk brotið."

Kolbeinn var ekki sáttur við gula spjaldið sem hann fékk í leiknum. Varstu heilt yfir ósáttur við dómarann? „Nei, nei, ég var ekkert ósáttur. Það var pirrandi að fá svona ódýrt gult, ég veit ekki hvað þarf að fá mörg til að fara í bann, held tvö eða þrjú. Það er leiðinlegt að fá spjald fyrir eitthvað svona. Þetta var lítið og ég var ósáttur við það."

Kolbeinn var ánægður með spilamennsku liðsins. „Við erum með hörkulið, með bullandi sjálfstraust og ætlum okkur á EM."

Er svekkjandi hversu öfugur marvörður þeirra var í þessum leik, kom í veg fyrir mark oft og mörgum sinnum?

„Já, ég myndi segja að þessi markmaður hafi átt leik lífs síns. Ég hef aldrei séð hann áður en hann var alveg magnaður," sagði Kolbeinn sem var að lokum spurur út í stöðu sína hjá félagsliði sínu Lommel í Belgíu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner