Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 12. október 2021 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Þú veist hvernig dómarar eru
Markvörður Portúgals átti leik lífs síns
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg hrikalega svekkjandi. Mér fannst við gera nóg til að vinna, sköpuðum fullt af færum og vorum að spila heilt yfir vel," sagði fyrirliðinn Kolbeinn Þórðarson eftir svekkjandi tap U21 landsliðsins gegn Portúgal í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Portúgal komst yfir frekar snemma í seinni hálfleiknum en Ísland kom boltanum í netið í uppbótartíma. Þá ávað velski dómari leiksins að flauta í flautu sína og dæma Valgeir Lunddal brotlegan.

„Mér fannst þetta ekki vera brot, þú veist hvernig dómarar eru, ef markvörður fer upp í loftið og öskrar þá er alltaf dæmt brot. Hann var bara klókur, öskraði nógu hátt og fékk brotið."

Kolbeinn var ekki sáttur við gula spjaldið sem hann fékk í leiknum. Varstu heilt yfir ósáttur við dómarann? „Nei, nei, ég var ekkert ósáttur. Það var pirrandi að fá svona ódýrt gult, ég veit ekki hvað þarf að fá mörg til að fara í bann, held tvö eða þrjú. Það er leiðinlegt að fá spjald fyrir eitthvað svona. Þetta var lítið og ég var ósáttur við það."

Kolbeinn var ánægður með spilamennsku liðsins. „Við erum með hörkulið, með bullandi sjálfstraust og ætlum okkur á EM."

Er svekkjandi hversu öfugur marvörður þeirra var í þessum leik, kom í veg fyrir mark oft og mörgum sinnum?

„Já, ég myndi segja að þessi markmaður hafi átt leik lífs síns. Ég hef aldrei séð hann áður en hann var alveg magnaður," sagði Kolbeinn sem var að lokum spurur út í stöðu sína hjá félagsliði sínu Lommel í Belgíu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner