Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   þri 12. október 2021 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Þú veist hvernig dómarar eru
Markvörður Portúgals átti leik lífs síns
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg hrikalega svekkjandi. Mér fannst við gera nóg til að vinna, sköpuðum fullt af færum og vorum að spila heilt yfir vel," sagði fyrirliðinn Kolbeinn Þórðarson eftir svekkjandi tap U21 landsliðsins gegn Portúgal í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Portúgal komst yfir frekar snemma í seinni hálfleiknum en Ísland kom boltanum í netið í uppbótartíma. Þá ávað velski dómari leiksins að flauta í flautu sína og dæma Valgeir Lunddal brotlegan.

„Mér fannst þetta ekki vera brot, þú veist hvernig dómarar eru, ef markvörður fer upp í loftið og öskrar þá er alltaf dæmt brot. Hann var bara klókur, öskraði nógu hátt og fékk brotið."

Kolbeinn var ekki sáttur við gula spjaldið sem hann fékk í leiknum. Varstu heilt yfir ósáttur við dómarann? „Nei, nei, ég var ekkert ósáttur. Það var pirrandi að fá svona ódýrt gult, ég veit ekki hvað þarf að fá mörg til að fara í bann, held tvö eða þrjú. Það er leiðinlegt að fá spjald fyrir eitthvað svona. Þetta var lítið og ég var ósáttur við það."

Kolbeinn var ánægður með spilamennsku liðsins. „Við erum með hörkulið, með bullandi sjálfstraust og ætlum okkur á EM."

Er svekkjandi hversu öfugur marvörður þeirra var í þessum leik, kom í veg fyrir mark oft og mörgum sinnum?

„Já, ég myndi segja að þessi markmaður hafi átt leik lífs síns. Ég hef aldrei séð hann áður en hann var alveg magnaður," sagði Kolbeinn sem var að lokum spurur út í stöðu sína hjá félagsliði sínu Lommel í Belgíu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir