Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 12. október 2021 18:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn: Þú veist hvernig dómarar eru
Markvörður Portúgals átti leik lífs síns
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alveg hrikalega svekkjandi. Mér fannst við gera nóg til að vinna, sköpuðum fullt af færum og vorum að spila heilt yfir vel," sagði fyrirliðinn Kolbeinn Þórðarson eftir svekkjandi tap U21 landsliðsins gegn Portúgal í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Portúgal komst yfir frekar snemma í seinni hálfleiknum en Ísland kom boltanum í netið í uppbótartíma. Þá ávað velski dómari leiksins að flauta í flautu sína og dæma Valgeir Lunddal brotlegan.

„Mér fannst þetta ekki vera brot, þú veist hvernig dómarar eru, ef markvörður fer upp í loftið og öskrar þá er alltaf dæmt brot. Hann var bara klókur, öskraði nógu hátt og fékk brotið."

Kolbeinn var ekki sáttur við gula spjaldið sem hann fékk í leiknum. Varstu heilt yfir ósáttur við dómarann? „Nei, nei, ég var ekkert ósáttur. Það var pirrandi að fá svona ódýrt gult, ég veit ekki hvað þarf að fá mörg til að fara í bann, held tvö eða þrjú. Það er leiðinlegt að fá spjald fyrir eitthvað svona. Þetta var lítið og ég var ósáttur við það."

Kolbeinn var ánægður með spilamennsku liðsins. „Við erum með hörkulið, með bullandi sjálfstraust og ætlum okkur á EM."

Er svekkjandi hversu öfugur marvörður þeirra var í þessum leik, kom í veg fyrir mark oft og mörgum sinnum?

„Já, ég myndi segja að þessi markmaður hafi átt leik lífs síns. Ég hef aldrei séð hann áður en hann var alveg magnaður," sagði Kolbeinn sem var að lokum spurur út í stöðu sína hjá félagsliði sínu Lommel í Belgíu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir