Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. október 2021 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Unnið alla leiki og ekki fengið mark á sig í undankeppninni
Kasper Hjulmand er þjálfari danska liðsins og fagnar hér sigrinum í kvöld
Kasper Hjulmand er þjálfari danska liðsins og fagnar hér sigrinum í kvöld
Mynd: EPA
Danska landsliðið hefur gert ótrúlega hluti í undankeppni HM til þessa. Liðið tryggði sæti sitt á HM í kvöld með 1-0 sigri á Austurríki en árangurinn er ótrúlegur.

Joakim Mæhle skoraði sigurmark Danmerkur í Kaupmannahöfn gegn Austurríki.

Danska liðið hefur unnið alla leiki sína í undankeppninni eða átta talsins og skorað 27 mörk.

Liðið hefur ekki fengið á sig mark til þessa þegar tveir leikir eru eftir sem er hreint út sagt ótrúlegt.

Danmörk er annað liðið til að tryggja sig inn á HM í Katar en Þýskaland var fyrsta þjóðin er liðið vann Norður Makedóníu í gær.


Athugasemdir
banner
banner