Heimild: DW
Nýverið var gefin út stór skýrsla sem var gefin út í kjölfarið á rannsókn í tengslum við NWSL-deildina í Bandaríkjunum, efstu deild kvenna þar í landi.
Þessi rannsókn leiddi það í ljós að sannanir eru fyrir því að leikmenn í deildinni hafi lent í kynferðislegu misferli og andlegu ofbeldi af hendi yfirmanna sinna.
Þessi rannsókn leiddi það í ljós að sannanir eru fyrir því að leikmenn í deildinni hafi lent í kynferðislegu misferli og andlegu ofbeldi af hendi yfirmanna sinna.
Skýrslan er 173 blaðsíður og kemur margt sláandi fram í henni. Meðal annars er sagt frá því þegar þjálfari sagðist ætla að sýna leikmanni upptöku úr leik, en sýndi henni í staðinn klám. Þetta er dæmi um kerfisbundið ofbeldi sem hefur verið við lýði í bandarísku deildinni síðustu ár.
Rannsóknin var sett á laggirnar eftir að tveir leikmenn stigu fram gegn þjálfaranum Paul Riley á síðasta ári. Fram kom hjá The Athletic að Riley hefði þvingað leikmenn til að stunda kynlíf með sér, hafi neytt leikmenn til að drekka áfengi með sér, sent dónalegar myndir og fleira.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var í viðtali við DW á dögunum þar sem hún ræddi þennan skandal í bandaríska boltanum. Hún spilar með Orlando Pride þar í landi en hún hefur leikið lengi í Bandaríkjunum.
„Kvennaboltinn á skilið betur, á skilið miklu meira. Það er frábært að leikmenn séu að stíga fram. Án leikmanna er engin íþrótt. Ég held að það sé kominn tími til að þjálfarar og stjórnendur komi betur fram við leikmenn, þau komist ekki áfram upp með slíka framkomu og hefur tíðkast undanfarin ár," segir Gunnhildur Yrsa.
Landsliðskonan fagnar því að leikmenn stigi fram og segi sína sögu, það sé gríðarlega mikilvægt og muni hjálpa öðrum að stíga fram í kjölfarið.
Það er alveg ljóst að deildin og félögin í Bandaríkjunum þurfa að uppræta svona ömurlega hegðun.
Þess má geta að Amanda Cromwell og Sam Greene, sem þjálfuðu Gunnhildi hjá Orlando, voru rekin í kjölfarið á þessari skýrslu. Þau voru sett í leyfi í júní og er deildin núna búin að rifta samningi þeirra. Leikmenn Orlando sökuðu þau um munnlegt ofbeldi, þau hafi augljóslega haldið upp á sérstaka leikmenn og verið með hefndarhegðun í garð ákveðinna leikmanna.
Cromwell sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist ósátt við rannsóknina og framkvæmd hennar. Hún ætlar að leita réttar síns.
Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni með því að smella hérna.
A STATEMENT FROM THE NWSLPA: pic.twitter.com/JMBdNuwXnk
— NWSLPA (@nwsl_players) October 6, 2022
Athugasemdir