Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   lau 12. október 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Howe vill ekki yfirgefa Newcastle fyrir enska landsliðið
Mynd: Getty Images
Eddie Howe þjálfari Newcastle hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá enska landsliðinu en Telegraph segir hann ekki hafa áhuga sem stendur.

Howe líður vel hjá Newcastle og er ekki sagður hafa áhuga á að taka við neinu öðru starfi sem stendur.

Newcastle er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 12 stig eftir 7 umferðir, og er markmiðið að ná Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.

Graham Potter, Thomas Tuchel, Frank Lampard og Lee Carsley eru meðal þjálfara sem koma einnig til greina fyrir starfið.

Annars er það að frétta úr herbúðum Newcastle að bakvörðurinn Kieran Trippier verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla. Hann byrjaði í markalausu jafntefli gegn Everton um síðustu helgi en fór meiddur af velli eftir 70 mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner