Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
   þri 12. nóvember 2019 14:22
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Birkir Bjarna bjartsýnn á að eitthvað gott gerist í janúar
Icelandair
watermark Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birki Bjarnasyni líkar lífið vel í Katar en þar er hann að spila með Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Al-Arabi. Hann segir að lífið utan vallar sé afskaplega rólegt.

„Það er bara mjög gott að vera kominn í lið aftur og vera aftur farinn að spila reglulega. Það er mjög heitt þarna og aðeins öðruvísi bolti. Þetta er öðruvísi reynsla og það er gaman að því," segir Birkir í viðtali við Fótbolta.net.

„Það er of heitt til að vera úti á daginn. Maður er bara að slaka á og lesa."

Birkir er ánægður með gæðin sem eru í deildinni í Katar.

„Fótboltinn þarna kom mér á óvart. Hann er betri en ég bjóst við. Það er smá spes að það séu takmörk á útlendingum en það er gaman að prófa eitthvað nýtt."

Birkir gerði þriggja mánaða samning við Al-Arabi en vill ekki útiloka að vera þar lengur. Það sé þó ýmislegt í gangi.

„Það er ekki útilokað að ég verði lengur. Þetta eru þrír mánuðir til að byrja með. Mér líður mun vel þarna og er alveg tilbúinn að vera áfram," segir Birkir.

„Það er verið að vinna í þessu og margt hefur gerst eftir síðustu landsleiki. Ég er bjartsýnn á að það verði eitthvað gott í janúar."

Ísland mætir Tyrklandi á fimmtudag. Það vantar öfluga leikmenn í íslenska liðið vegna meiðsla, til dæmis Aron Einar, Rúnar Má og Jóhann Berg. Birkir tekur undir að Erik Hamren og Freyr Alexandersson hafi verið óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við liðinu.

„Maður hefur vorkennt þeim, þeir hafa verið mjög óheppnir með meiðsli síðan þeir tóku við. En við erum með marga góða leikmenn sem geta leyst stöður og þeir verða bara að gera það," segir Birkir Bjarnason.
Athugasemdir
banner
banner