Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 06:00
Aksentije Milisic
Markvarðakrísa hjá Villa
Mynd: Getty Images
Jed Steer, varamarkvörður Aston Villa, meiddist í 2-1 tapi liðsins gegn Wolves á sunnudaginn.

Steer var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili gegn Wolves en hann þurfti að fara af velli eftir aðeins átta mínútna leik.

Það er markvarðakrísa hjá Aston Villa en aðalmarkvörður liðsins, Tom Heaton, meiddist á æfingu á laugardeginum. Steer fékk sénsinn en hann meiddist í kálfa og er talið að hann verði frá í allt að tvo mánuði.

Orjan Nyland, þriðji markvörður liðsins kom inn á fyrir Steer í tapinu gegn Wolves. Stjóri Villa, Dean Smith, vonast eftir því að einhverjir af leikmönnum á meiðslalistanum snúi aftur í liðið fyrir leikinn gegn Newcastle eftir landsleikjahléið. Menn eins og Bjorn Engels og Jack Grealish eru enn meiddir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner