Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 12. nóvember 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar bjartsýnn fyrir hönd Íslands: Svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst mjög vel á þennan leik," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um stórleik Íslands og Ungverjalands í kvöld þar sem sæti á EM er í húfi.

„Þetta er svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu leikinn. Okkar helstu póstar eru allir með. Þetta voru leiðinlegar fréttir með Arnór Ingva en við erum með menn til að koma inn í staðinn fyrir hann. Menn eru klárir og það hafa verið jákvæð viðtöl við alla. Hugarfarið virðist vera spot on eins og í 99% tilfella þegar þessi lið koma saman."

Sigurliðið í leiknum í kvöld fær einn og hálfan milljarð í sinn hlut fyrir að komast á EM.

„Þetta er hrikalega mikilvægur leikur fyrir íslenska knattspyrnu. Ekki bara í ljósi þess að komast í úrslitakeppnina heldur líka í ljósi þess fjármagns sem mun renna inn í knattspyrnuhreyfinguna. Þetta verður veisla," sagði Arnar.

Kári Árnason, varnarmaður Víkings, verður í eldlínunni í kvöld en hann er klár eftir meiðsli sem hann varð fyrir gegn Rúmenum í síðasta mánuði.

„Það eru 4-5 leikmenn sem landsliðið getur ekki verið án í þessum stórleikjum og hann er í þeim hópi. Reynslan sem hann og fleiri strákar búa yfir mun hjálpa til. Þeir hafa verið í þessari aðstöðu og vita hvað þarf til. Við þekkjum okkar leikskipulag og erum ekki að fara að gera neitt annað á morgun (í kvöld)."

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner