Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 12. nóvember 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Arnar bjartsýnn fyrir hönd Íslands: Svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líst mjög vel á þennan leik," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um stórleik Íslands og Ungverjalands í kvöld þar sem sæti á EM er í húfi.

„Þetta er svipuð tilfinning og fyrir Rúmeníu leikinn. Okkar helstu póstar eru allir með. Þetta voru leiðinlegar fréttir með Arnór Ingva en við erum með menn til að koma inn í staðinn fyrir hann. Menn eru klárir og það hafa verið jákvæð viðtöl við alla. Hugarfarið virðist vera spot on eins og í 99% tilfella þegar þessi lið koma saman."

Sigurliðið í leiknum í kvöld fær einn og hálfan milljarð í sinn hlut fyrir að komast á EM.

„Þetta er hrikalega mikilvægur leikur fyrir íslenska knattspyrnu. Ekki bara í ljósi þess að komast í úrslitakeppnina heldur líka í ljósi þess fjármagns sem mun renna inn í knattspyrnuhreyfinguna. Þetta verður veisla," sagði Arnar.

Kári Árnason, varnarmaður Víkings, verður í eldlínunni í kvöld en hann er klár eftir meiðsli sem hann varð fyrir gegn Rúmenum í síðasta mánuði.

„Það eru 4-5 leikmenn sem landsliðið getur ekki verið án í þessum stórleikjum og hann er í þeim hópi. Reynslan sem hann og fleiri strákar búa yfir mun hjálpa til. Þeir hafa verið í þessari aðstöðu og vita hvað þarf til. Við þekkjum okkar leikskipulag og erum ekki að fara að gera neitt annað á morgun (í kvöld)."

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner