Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. nóvember 2020 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood „lækaði" færslu - „Látið hann í friði"
Greenwood tileinkaði Jeremy Wisten mark sitt gegn RB Leipzig á dögunum.
Greenwood tileinkaði Jeremy Wisten mark sitt gegn RB Leipzig á dögunum.
Mynd: Getty Images
Fréttir voru um það í vikunni að þjálfarateymi Manchester United hafi áhyggjur af hugarfari Mason Greenwood og frammistöðu hans á æfingum.

Daily Mail fjallaði þá um áhyggjur United af hugarfari og lífsstíl Greenwood. Fjölmiðillinn sagði að United væri áhyggjufullt yfir því að táningurinn væri ekki að fá nægilega mikinn svefn.

Hinn 19 ára gamli Greenwood var ekki í hóp þegar Man Utd vann 3-1 útisigur á Everton um síðustu helgi og er hann ekki í enska landsliðshópnum. Hann hefur verið gagnrýndur í enskum fjölmiðlum og margar neikvæðar fréttir hafa verið um hann.

Greenwood hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur eftir að vinur hans, Jeremy Wisten, svipti sig lífi. Wisten, sem var átján ára gamall, var unglingaleikmaður hjá Manchester City.

Greenwood „lækaði" við færslu á Instagram þar sem var kallað eftir því að hann yrði látinn í friði.

„Mason Greenwood missti nýlega náinn vin sinn sem tók sitt eigið líf. Hann hefur orðið fyrir endalausum árásum frá fótboltaáhugamönnum og frá fjölmiðlum. Látið hann í friði," stóð í færslunni sem Greenwood „lækaði" við.

Sjá einnig:
Man Utd hefur áhyggjur af hugarfari Greenwood


Athugasemdir
banner