Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 12. nóvember 2022 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Langþráður fyrsti sigur Lyngby
Freyr Alexandersson og hans menn unnu fyrsta leikinn í úrvalsdeildinni í dag
Freyr Alexandersson og hans menn unnu fyrsta leikinn í úrvalsdeildinni í dag
Mynd: Lyngby
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby unnu fyrsta sigur sinn í dönsku úrvalsdeildinni í dag er liðið lagði Silkeborg að velli, 2-0.

Lyngby, sem er nýliði í deildinni, hefur lengi verið í leit að fyrsta sigrinum og oft verið grátlega nálægt því að taka öll stigin.

Það er því þungu fargi létt af Frey Alexanderssyni og hans mönnum í dag.

Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn í liði Lyngby. Liðið náði forystunni þegar þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og svo kom annað markið um ellefu mínútum fyrir leikslok.

Fyrsti sigur Lyngby staðreynd. Liðið er þó áfram á botninum en nú með 8 stig. Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn fyrir Silkeborg er í 4. sæti með 24 stig.

Alfreð Finnbogason var ekki með Lyngby í dag vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner