Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson snýr aftur í KA og skrifar undir nýjan samning eftir að hafa rift samningi sínum í vetur. Hann var á láni hjá Leikni í sumar. Það eru óvæntar fréttir en hann virtist vera á leið í Val.
Sigurður Höskuldsson þjálfaði hann hjá Leikni en hann er nú orðinn aðstoðarmaður Arnars Grétarssonar hjá Val en hann þjálfaði KA.
Kristján Óli Sigurðsson greindi fyrstur frá þessu á Twitter og svo var Sigurður spurður í hlaðvarpsþætti hér á fótbolta.net hvort Valur væri að sækja einhvern úr Leikni.
„Við erum að skoða það að fá einn sem ég þekki vel," sagði Sigurður við þeirri spurningu.
Fleiri félög settu sig í samband við Birgi en hann ákvað að endursemja við KA.
Norðlenska fótboltahlaðvarpið Bolurinn greindi frá því í kvöld að Birgir yrði áfram leikmaður KA.