Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hjálpaði til við að bjarga lífi manns þegar hann var um borð í flugvél lággjaldaflugfélagsins easyJet á leið frá Manchester til Lissabon.
Fernandes var um borð í flugvélinni ásamt liðsfélaga sínum, Diogo Dalot, en þeir voru á leið í landsliðsverkefni.
Fernandes var um borð í flugvélinni ásamt liðsfélaga sínum, Diogo Dalot, en þeir voru á leið í landsliðsverkefni.
Fernandes tók eftir því þegar það virtist líða yfir mann aftast í flugvélinni.
Fyrirliði Man Utd brást við með því að kalla eftir hjálp. Hann var á leið á klósettið en sá að það var ekki allt með feldu og brást hárrétt við.
Fernandes aðstoðaði svo manninn og sat hjá honum þar til hann sá að það var allt í lagi.
Daily Mail greinir frá málinu og ræðir við aðra farþega í fluginu sem hrósa Fernandes í hástert.
Fernandes átti stórleik með Man Utd síðasta sunnudag þar sem hann skoraði og lagði upp í þægilegum sigri gegn Leicester.
Athugasemdir