Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 12. nóvember 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Bayern og Man City unnu á heimavelli
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins er lokið í Meistaradeild kvenna, þar sem stórveldin FC Bayern og Manchester City unnu heimaleiki gegn andstæðingum frá Skandinavíu.

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Bayern sem lagði Vålerenga að velli með tveimur mörkum gegn engu.

Pernille Harder og Giulia Gwinn skoruðu mörkin. Bayern sýndi mikla yfirburði og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði Vålerenga.

Sarah Zadrazil skoraði þriðja mark Bayern í uppbótartíma og urðu lokatölur 3-0.

Manchester City stjórnaði þá ferðinni gegn Hammarby en tókst ekki að taka forystuna í fyrri hálfleik.

Það tók ekki langan tíma fyrir Laura Blindkilde að skora í upphafi síðari hálfleiks og stóð Man City að lokum sem sigurvegari, 2-0, eftir að Aoba Fujino innsiglaði sigurinn.

FC Bayern 3 - 0 Valerenga
1-0 Pernille Harder ('10)
2-0 Giulia Gwinn ('17, víti)
3-0 Sarah Zadrazil ('92)

Man City 2 - 0 Hammarby
1-0 Laura Blindkilde ('47)
2-0 Aoba Fujino ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner