Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Camavinga að glíma við meiðsli - Thuram kemur inn í hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, hefur kallað miðjumanninn Khephren Thuram inn í hópinn fyrir leikina gegn Úkraínu og Aserbaídsjan.

Frakkar geta tryggt sætið á HM í þessari viku en þeir mæta Úkraínu á morgun og geta þar gengið frá farseðlinum.

Eduardo Camavinga er að glíma við meiðsli og óvíst með þátttöku hans, en til vonar og vara hefur Deschamps kallað Thuram, leikmann Juventus, inn í hópinn.

Frakkar eru á toppnum í D-riðli með 10 stig en Úkraína er í öðru sæti með 7 stig.

Ísland er enn í baráttunni um að komast í umspil en til þess þarf liðið að vinna Aserbaídsjan á morgun og treysta á að Frakkar hafi betur gegn Úkraínu. Ef það gerist nægir Íslandi jafntefli í úrslitaleiknum gegn Úkraínu.
Athugasemdir
banner