Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mið 12. nóvember 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópubikarinn í dag - Breiðablik mætir dönsku meisturunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur leik í Evrópubikarnum í dag en liðið mætir danska liðinu Fortuna Hjörring á Kópavogsvelli í fyrri leik liðanna. Breiðablik vann Subotica frá Serbíu í forkeppninni.

Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku 19. nóvember. Fortuna Hjörring er ríkjandi meistari í dönsku deildinni en er sem stendur í 2. sæti á yfirstandandi tímabili.

Það er Íslendingaslagur í Svíþjóð þar sem Hacken fær Inter í heimsókn. Fanney Inga Birkisdóttir er leikmaður Hacken og Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru leikmenn Inter.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og stöllur í Anderlecht fá Austria Vienna í heimsókn.

Leikir dagsins
17:30 Hacken - Inter
18:00 Breiðablik - Fortuna Hjörring
18:00 Anderlecht - Austria Vienna
Athugasemdir
banner
banner