Finnland 3 - 2 Ísland
1-0 Rudi Vikström ('12)
1-1 Daniel Ingi Jóhannesson ('21, víti)
2-1 Rudi Vikström ('33)
2-2 Viktor Bjarki Daðason ('70)
3-2 Rudi Vikström ('87)
1-0 Rudi Vikström ('12)
1-1 Daniel Ingi Jóhannesson ('21, víti)
2-1 Rudi Vikström ('33)
2-2 Viktor Bjarki Daðason ('70)
3-2 Rudi Vikström ('87)
Ísland mætti Finnlandi í undankeppni EM í dag. Um fyrsta stig undankeppninnar er að ræða og var þetta fyrsti leikurinn. Riðill Íslands er spilaður í Rúmeníu. Lokakeppni EM fer fram í Wales næsta sumar.
Rudi Vikström, leikmaður finnska liðsins Jaro, reyndist íslenska liðinu óþægur ljár í þúfu og skoraði þrennu í leiknum. Íslenska liðið náði ekki að skora jafnmörg og því fór finnska liðið með sigur af hólmi. Mikið jafnræði var með liðunum, bæði lið áttu níu marktilraunir samkvæmt textalýsingu UEFA en Gunnar Orri Olsen átti stangarskot skömmu áður en Ísland jafnaði í annað sinn.
Daniel Ingi Jóhannesson jafnaði í 1-1 með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu eftir að brotið var á Gunnari Orra. Á 70. mínútu jafnaði svo Viktor Bjarki Daðason í 2-2 eftir undirbúning frá Gabríel Snæ Hallssyni. Þriðja mark Vikström, sigurmarkið, kom á 87. mínútu.
ísland mætir næst Andorra á laugardag og svo heimamönnum í Rúmeníu næsta þriðjudag. Efstu tvö liðin fara áfram í síðustu umferð undankeppninnar.
Athugasemdir

