Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að varnarmaðurinn Cristian Romero hafi beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum.
Romero gagnrýndi stjórn félagsins fyrir að hafa ekki styrkt leikmannahóp félagsins meira.
Romero gagnrýndi stjórn félagsins fyrir að hafa ekki styrkt leikmannahóp félagsins meira.
„Vonandi gerir fólk sér grein fyrir því hverjir bera ábyrgðina og við getum tekið framförum því þetta er frábært félag sem gæti alveg auðveldlega verið að berjast um titla á hverju ári," sagði Romero og skaut á stjórn félagsins.
Postecoglou segir að Romero hafi beðist afsökunar á þessum ummælum; hann hafi verið mjög tilfinningaríkur eftir tapið gegn Chelsea á dögunum.
„Hann er leiðtogi og ástríðufullur varðandi það að ná árangri en hann veit að þetta var ekki rétta leiðin. Við náum bara árangri með samheldni," sagði Postecoglou.
„Ég hef talað við Cristian og hann baðst afsökunar á því að hafa tjáð sig svona á opinberum vettvangi."
Athugasemdir