Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 13. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Esther Rós í FH (Staðfest)
Esther skrifaði undir samning við FH.
Esther skrifaði undir samning við FH.
Mynd: FH
Framherjinn Esther Rós Arnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH. Hún kemur til Fimleikafélagsins frá Breiðabliki.

Esther Rós er 23 ára framherji, uppalin í Breiðablik en hún hefur einnig spilað með með Fjölni, ÍBV og HK/Víkingi í meistaraflokki.

Samtals hefur Esther Rós spilað 92 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 27 mörk. Auk þess á Esther að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.

„Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur FH-inga að Esther Rós sé búin að skrifa undir samning við félagið og ljóst að hún verður mikill liðsstyrkur í þeirra baráttu sem framundan er hjá liðinu. Velkomin í FH, Esther Rós," segir í tilkynningu frá FH sem féll úr Pepsi Max-deildinni á síðasta ári og leikur í Lengjudeildinni næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner