Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. janúar 2022 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hannes búinn að leggja hanskana á hilluna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík hefur reynt að fá Hannes Þór Halldórsson heim í Breiðholtið en Hannes er uppalinn í Leikni. Fótbolti.net fékk það staðfest frá Leikni að Hannes hefði hafnað því að semja við Leikni. 433.is greindi fyrst frá þessu í dag.

Hannes hefur verið án félags frá því í nóvember þegar hann og Valur komust að samkomulagi um riftun á samningi.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net upplýsti Hannes Leiknismönnum það að hann sé ekki að finna neistann fyrir því að spila fótbolta.

Ekki náðist í Hannes við vinnslu þessarar fréttar. Hannes átti gott tímabil með Val á síðasta tímabili en það kom talsvert á óvart þegar Valur ákvað að fá Guy Smit, frá einmitt Leikni, í sínar raðir og það setti ákveðið spurningamerki við stöðu Hannesar hjá félaginu.

Hannes er besti markvörður í sögu íslenska landsliðsins, spilaði stórt hlutverk í því að Ísland tók þátt í tveimur lokakeppnum og varði eftirminnilega vítaspyrnu frá Lionel Messi í opnunarleik HM.

Eftir þessi tíðindi horfir Leiknir út fyrir landssteinana í leit að nýjum markverði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner