Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 13. janúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Brasilískur miðjumaður á leið til Forest
Danilo er að semja við Forest
Danilo er að semja við Forest
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur náð samkomulagi við Palmeiras um kaup á miðjumanninum Danilo en þetta herma heimildir Athletic.

Forest átti risastóran glugga síðasta sumar þar sem félagið eyddi meira en 160 milljónum punda.

Liðið keypti 21 leikmann inn í hópinn en árangurinn hefur ekki fylgt með því liðið hefur aðeins sótt 17 stig og situr í 15. sæti.

Evangelos Maranakis, eigandi Forest, ætlar að halda áfram að spreða í janúar en brasilíski miðjumaðurinn Danilo (21) er á leið til félagsins frá Palmeiras.

Forest hefur komist að samkomulagi um kaupverð en hann mun kosta félagið 17,8 milljónir punda.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Forest fær frá Palmeiras í þessum glugga á eftir Gustavo Scarpa, sem kom á frjálsri sölu í byrjun ársins.
Athugasemdir
banner
banner